22.5.2023 | 13:18
Öryrkjar þurfa að endurgreiða hverja ofgreidda krónu til baka, en ekki embættismenn.
Ég vil vekja athygli á héraðsdómarar og aðrir embættismenn þurfa ekki að endurgreiða ofgreidd laun sem nemur samtals 105 milljónum samkvæmt niðurstöðum héraðsdóms.
Ef öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá ofgreidda krónu í formi bóta, launa, lífeyris eða arð, þá eru bæturnar lækkaðar niður skilyrðislaust.
Ég er sammála Bjarna um þetta mál:
260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið greidd of há laun, eða því sem nam um 105 milljónum króna samtals. Fjármálaráðuneytið krafði embættismennina um endurgreiðslu sem átti að fara fram í áföngum á tólf mánuðum.
Bjarni sagði á Facebook fyrir tæpu ári síðan að fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. Annað væri hrikalegt fordæmi og er ekkert minna en siðferðisbrestur.
![]() |
Dómurinn breytir engu um sannfæringu Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |